Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 24. maí 2016 10:36
Elvar Geir Magnússon
Biðst afsökunar á að hafa ekki unnið Meistaradeildina
Guardiola er að fara að taka við Manchester City.
Guardiola er að fara að taka við Manchester City.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola kveður Bayern München en hann hélt kveðjuræðu fyrir stuðningsmenn eftir að hafa skilað Þýskalandsmeistaratitlinum og bikarnum í hús.

Í ræðunni baðst hann afsökunar á því að hafa ekki náð að vinna Meistaradeild Evrópu með liðinu.

Guardiola var ráðinn 2013 með þeirri von að hann gæti unnið þennan stærsta félagsliðabikar í Evrópu.

Þrátt fyrir það að hafa ekki náð því markmiði stýrði hann Bæjurum öll þrjú árin til sigurs í Bundesligunni auk þess að vinna þýska bikarinn tvisvar og HM félagsliða.

Þá hafa ófá metin verið sett og hægt að segja að hann hafi náð að umbylta þýskum fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner