þri 24. maí 2016 20:50
Alexander Freyr Tamimi
Borgunarbikarinn: Grótta slátraði Augnabliki
Markús Andri skoraði tvö fyrir Gróttu.
Markús Andri skoraði tvö fyrir Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta 6 - 1 Augnablik
1-0 Pétur Theodór Árnason ('3)
1-1 Hreinn Bergs ('4)
2-1 Ásgrímur Gunnarsson ('20)
3-1 Markús Andri Sigurðsson ('48)
4-1 Viktor Smári Segatta ('52)
5-1 Markús Andri Sigurðsson ('73)
6-1 Pétur Steinn Þorsteinsson ('92)

Grótta átti ekki í miklum vandræðum með Augnablik þegar liðin mættust í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Leiknum lauk með 6-1 sigri Gróttu.

Pétur Theodór Árnason kom Gróttu í 1-0 strax á 3. mínútu en heimamenn voru varla hættir að fagna þegar Hreinn Bergs jafnaði metin á næstu mínútu.

Ásgrímur Gunnarsson kom Gróttu í 2-1 ekki alllöngu síðar og þannig var staðan í leikhléi. Fjórum mínútum fyrir leikhlé hafði augnablik misst Sigurð Sæberg Þorsteinsson af velli með rautt spjald.

Í seinni hálfleik rúllaði Grótta yfir Augnablik á fyrstu mínútunum með tveimur mörkum frá Markúsi Andra Sigurðssyni og Viktori Smára Segatta. Markús Andri bætti svo við sínu öðrum marki og fimmta marki Gróttu áður en Pétur Steinn Þorsteinsson rak síðasta naglann í kistu Augnabliks í uppbótartíma.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner