þri 24. maí 2016 20:33
Alexander Freyr Tamimi
Borgunarbikarinn: Vestri hafði betur í framlengingu
Vestri vann Reyni.
Vestri vann Reyni.
Mynd: Vestri
Reynir S. 1 - 2 Vestri
1-0 Sindri Lars Ómarsson ('43)
1-1 Daniel Osafo-Badu ('47)
1-2 Sergine Modou Fall ('92)

Vestri tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins með 2-1 sigri gegn Reyni Sandgerði í framlengdum leik.

Reynir komst yfir skömmu fyrir leikhlé með marki frá Sindra Lars Ómarssyni á 43. mínútu og var staðan 1-0 í leikhlé.

Daniel Osafo-Badu jafnaði hins vegar metin strax í upphafi seinni hálfleiks og var staðan 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Var þar gripið til framlengingar þar sem Sergine Modou Fall tryggði Vestra sigurinn strax á 92. mínútu.

Skömmu síðar fékk Hafþór Atli Agnarsson rautt spjald og Vestri spilaði manniu færri síðasta korterið.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner