Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. maí 2016 19:41
Alexander Freyr Tamimi
De Boer: Illa farið með Van Gaal
Van Gaal var rekinn frá United.
Van Gaal var rekinn frá United.
Mynd: Getty Images
Ronald de Boer, fyrrum landsliðsmaður Hollands, telur að Manchester United hafi farið illa með samlanda sinn Louis van Gaal.

Van Gaal var rekinn frá United í gær, einungis tveimur dögum eftir að liðið varð bikarmeistari í kjölfar sigurs gegn Crystal Palace á Wembley. Mun Jose Mourinho líklega taka við stjórnartaumunum á Old Trafford.

„Sem vinur er ég mjög sorgmæddur fyrir hans hönd, en maður sá svosum fyrir sér að þetta gæti gerst," sagði De Boer.

„Þú átt ekki skilið að vinna bikar og heyra það svo tíu mínútum síðar að þú sért ekki lengur stjórinn. Þannig á ekki að koma fram við knattspyrnustjóra sem hefur unnið svona marga bikara og er virtur af svona mörgum."

„En svona er fótbolti og lífið heldur áfram fyrir hann. Hlutirnir gengu ekki alveg upp hjá honum með United. Ég veit ekki af hverju, en ég veit að hann er ótrúlegur knattspyrnustjóri sem leggur sig allan fram og gefur alltaf 400 prósent."

Athugasemdir
banner
banner
banner