Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. maí 2016 17:00
Elvar Geir Magnússon
Helmingur marka Stjörnunnar kemur af bekknum
Hilmar Árni kom af bekknum og skoraði.
Hilmar Árni kom af bekknum og skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stjarnan trónir á toppi Pepsi-deildarinnar að loknum fimm umferðum í Pepsi-deildinni með 11 stig. Liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Íslandsmeisturum FH í gær þar sem Hilmar Árni Halldórsson kom af bekknum og jafnaði.

Mikið hefur verið talað um breiddina hjá Garðabæjarliðinu og alveg ljóst að þegar Rúnar Páll Sigmundsson gerir breytingar þá koma menn tilbúnir af bekknum.

Af þeim 12 mörkum sem Stjarnan hefur skorað hafa varamenn skorað 6 þeirra.



Stjarnan 2 - 0 Fylkir
Veigar Páll Gunnarsson 2 (AF BEKKNUM)

Víkingur 1 - 2 Stjarnan
Baldur Sigurðsson
Halldór Orri Björnsson (AF BEKKNUM)

Stjarnan 6 - 0 Þróttur
Guðjón Baldvinsson 2
Jeppe Hansen 2 (AF BEKKNUM)
Veigar Páll Gunnarsson
Ævar Ingi Jóhannesson

KR 1 - 1 Stjarnan
Baldur Sigurðsson

Stjarnan 1 - 1 FH
Hilmar Árni Halldórsson (AF BEKKNUM)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner