þri 24. maí 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Bein útsending frá Kópavogi
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Það fer heil umferð fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þar sem ÍBV fær Val í heimsókn til Vestmannaeyja og Breiðablik tekur á móti Þór/KA í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

KR mætir FH í Vesturbænum, Stjarnan tekur á móti Fylki og ÍA fær Selfyssinga í heimsókn á Skagann.

Þá eru fjórir leikir á dagskrá í Borgunarbikarnum og tveir í B-riðli 4. deildar.

Vestri heimsækir Reynir Sandgerði í bikarnum og Leiknir R. á heimaleik gegn KFG.

Grótta tekur svo á móti Augnablik og Fram mætir HK á Laugardalsvelli.

Þriðjudagur 24. maí
Pepsi-deild kvenna 2016
18:00 ÍBV-Valur (Hásteinsvöllur)
18:00 Breiðablik-Þór/KA (Stöð 2 Sport - Kópavogsvöllur)
19:15 KR-FH (Alvogenvöllurinn)
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
19:15 ÍA-Selfoss (Norðurálsvöllurinn)

4. deild karla 2016 B-riðill
20:00 ÍH-GG (Kaplakrikavöllur)
20:45 KB-Örninn (Leiknisvöllur)

Borgunarbikar karla 2016
18:00 Reynir S.-Vestri (K&G-völlurinn)
18:00 Leiknir R.-KFG (Leiknisvöllur)
19:00 Grótta-Augnablik (Framvöllur)
19:15 Fram-HK (Laugardalsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner