þri 24. maí 2016 16:05
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Liverpool 
Karius í Liverpool (Staðfest)
Loris Karius skrifar undir hjá Liverpool.
Loris Karius skrifar undir hjá Liverpool.
Mynd: Liverpool
Liverpool staðfesti í dag að félagið hafi gert samning við markvörðinn Loris Karius sem kemur til félagsins frá FSV Mainz 05 í Þýskalandi.

Karius er 22 ára gamall markvörður sem hefur nú gert samning til fimm ára við Liverpool. Hann mun klæðast treyju númer 1 hjá félaginu.

„Þetta er mjög góð tilfinning og það er heiður fyrir að spila fyrir svona félag," sagði Karius við vef félagsins í dag.

„Það er sérstök saga á bakvið félagið og stuðningsmennirnir eru ótrúlegir hérna, svo ég hlakka til að spila á Anfield. Ég veit margt um félagið af því að horfa á þá í sjónvarpinu. Söguna þekkja allir sem fylgjast með fótbolta. Það kemur margt upp í hugann þegar ég hugsa um félagið."

Karius hefur spilað með U21 árs landsliði Þjóðverja. Hann spilaði 34 leiki í þýsku Bundesligunni á nýliðinni leiktíð og hélt þá níu sinnum hreinu með liði Mainz sem endaði í 6. sæti deildarinnar.

Hann er annar leikmaðurinn sem Liverpool fær fyrir næstu leiktíð því áður hafði Joel Matip komið frá Schalke.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner