Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. maí 2016 08:40
Elvar Geir Magnússon
Mourinho hringdi í Van Gaal
Powerade
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Rashford byrjar á föstudaginn.
Rashford byrjar á föstudaginn.
Mynd: Getty Images
Manchester United og stjóramálin eru áberandi í slúðurpakka dagsins og ætti það að koma fáum á óvart.

Jose Mourinho hringdi í Louis van Gaal til að láta hann vita af því að hann væri í viðræðum við Manchester United um að taka starf hans. Mourinho vann undir Van Gaal hjá Barcelona fyrir allmörgum árum og vildi ekki fara á bak við hann. (Daily Mirror)

Van Gaal hefði gengið frá borði hjá Manchester United án þess að þiggja skaðabætur ef hann hefði ekki verið svona ósáttur við hvernig staðið var að brottrekstrinum. (Times)

Mourinho vill kaupa Nemanja Matic (27) frá Chelsea á Old Trafford. Portúgalski stjórinn fær 200 milljónir punda til að eyða. (Daily Mail)

Gary Neville og Brian Kidd gætu snúið aftur á Old Trafford og farið í þjálfarateymi Mourinho. (Sun)

Ryan Giggs hafði vonast eftir því að fá stjórastarfið. Hann var aðstoðarmaður Van Gaal en íhugar nú að yfirgefa United. (Daily Telegraph)

United er tilbúið að bjóða Michael Carrick (34) nýjan samning eftir að Mourinho var ráðinn. (Times)

Joe Hart (29), markvörður Manchester City og enska landsliðsins, er á óskalista Everton fyrir sumarið. Everton gæti boðið 40 milljónir punda í hann. (Sun)

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hefur sagt sóknarmanninum Marcus Rashford (18) að hann muni byrja í vináttulandsleiknum gegn Ástralíu á föstudag. Rashford hefur slegið í gegn hjá Manchester United. (Guardian)

Romelu Lukaku (23), sóknarmaður Everton, hefur áhuga á að fara aftur til Chelsea. Belginn yfirgaf Lundúnafélagið 2014 eftir að hafa spilað aðeins einn byrjunarliðsleik í úrvalsdeildinni á tveimur árum. (London Evening Standard)

David Moyes gæti snúið aftur á Goodison Park og tekið við Everton. Nafn Moyes er á blaði hjá félaginu en á blaðinu eru einnig Manuel Pellegrini og Frank de Boer. (Daily Mirror)

Englandsmeistarar Leicester gætu þurft að borga rúmlega 23 milljónir punda til að fá sóknarmanninn Islam Slimani (27) frá Sporting Lissabon. Arsenal og Tottenham hafa einnig áhuga á honum. (SIC Noticias)

Þýski markvörðurinn Loris Karius (22) verður leikmaður Liverpool í vikunni. (Liverpool Echo)

West Bromwich Albion gæti reynt að fá írska varnarmanninn Ciaran Clark (27) eftir að Aston Villa féll. (Express and Star)

Espanyol hefur ákveðið að kaupa ekki markvörðinn Giedrius Arlauskis (28) frá Watford eftir lánsdvöl hans hjá spænska félaginu. (Watford Observer)

Enski sóknarmaðurinn Jamie Vardy (29) gæti yfirgefið Englandsmeistara Leicester og farið í annað félag í ensku úrvalsdeildinni. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner