Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 24. maí 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
OB sendir Ara í frí fyrir EM
Icelandair
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska félagið OB hefur ákveðið að gefa Ara Frey Skúlasyni frí í síðustu tveimur umferðunum í dönsku úrvalsdeildinni á fimmtudag og sunnudag.

OB siglir lygnan sjó í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og félagið hefur ákveðið að leyfa Ara að fara í stutt frí fyrir EM.

OB greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag en fyrirsögnin á fréttinni er: Áfram Ísland.

Ari fær ekki langt sumarfrí eftir EM í Frakklandi þar sem nýtt tímabil í Danmörku hefst í júlí.

Ari á að koma til móts við íslenska landsliðið eftir helgi líkt og aðrir leikmenn sem spila með félögum á Norðurlöndunum.

Ísland mætir Noregi í vináttulandsleik á miðvikudaginn í næstu viku áður en liðið leikur við Liechtenstein á Laugardalsvelli þann 6. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner