Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. maí 2016 21:12
Alexander Freyr Tamimi
Pepsi-kvenna: Sigrar hjá FH og Selfossi - Jafnt hjá Stjörnunni og Fylki
Stjarnan tapaði stigum.
Stjarnan tapaði stigum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þremur leikjum var rétt í þessu að ljúka í Pepsi-deild kvenna.

Stjarnan þurfti að sætta sig við óvænt jafntefli gegn Fylki á heimavelli, en lokatölur í Garðabæ voru 0-0. Á meðan vann FH góðan 1-0 útisigur gegn KR þökk sé marki frá Guðnýju Árnadóttur og er liðið með sjö stig í 2. sæti Pepsi-deildarinnar, á eftir toppliði Stjörnunnar á markatölu.

Selfoss vann góðan 2-0 útisigur gegn ÍA þar sem Lauren Elizabeth Hughes skoraði bæði mörkin. Selfoss er með sex stig í 3. sæti deildarinnar en ÍA er á botninum án stiga.

ÍA 0 - 2 Selfoss
0-1 Lauren Elizabeth Hughes ('30)
0-2 Lauren Elizabeth Hughes ('72)

KR 0 - 1 FH
0-1 Guðný Árnadóttir ('14)

Stjarnan 0 - 0 Fylkir

Athugasemdir
banner
banner