banner
   þri 24. maí 2016 09:34
Elvar Geir Magnússon
Rodgers: Þetta er ekki skref niður
Brendan Rodgers, nýr stjóri Celtic.
Brendan Rodgers, nýr stjóri Celtic.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, nýráðinn stjóri Skotlandsmeistara Celtic í Glasgow, segist ekki vera að taka skref niður með því að fara úr ensku úrvalsdeildinni.

Þessi 43 ára Norður-Íri tekur við Celtic af Norðmanninum Ronny Deila.

„Celtic er eitt stærsta félag heims og ég er klárlega ekki að taka skref niður. Ég er spenntur fyrir þessu starfi enda hef ég haldið með Celtic allt mitt líf," segir Rodgers sem yfirgaf Liverpool í október eftir rúmlega þrjú ár í starfi.

Celtic hefur orðið Skotlandsmeistari fimm ár í röð og segir Rodgers að markmiðið sé að halda einræðinu áfram ásamt því að komast í Meistaradeildina.

„Ég vill ná að gleðja stuðningsmenn og fylla völlinn á ný. Síðustu ár hefur efsti hluti stúkunnar verið lokaður eða tómur. Ég vil fá yfir 60 þúsund manns á völlinn á ný með því að spila árangursríkan og skemmtilegan fótbolta þar sem mörg mörk eru skoruð."
Athugasemdir
banner
banner
banner