Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 24. maí 2016 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Blikar.is 
Spánverjinn hættur í Breiðabliki (Staðfest)
Sergio Carrallo Pendás er farinn frá Breiðabliki eftir að hafa ekki komist í hóp í Pepsi-deildinni í sumar.
Sergio Carrallo Pendás er farinn frá Breiðabliki eftir að hafa ekki komist í hóp í Pepsi-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tilkynnti í morgun á vefnum Blikar.is að spænski framherjinn Sergio Carrallo Pendás hafi yfirgefið félagið.

Hann var á mála hjá Real Madrid á sínum tíma er hann var í yngri flokkunum og kom til Breiðabliks frá Spáni fyrir áramót. Eftir að hafa spilað æfingaleik með liðinu var ákveðið að semja við hann.

Hann spilaði töluvert á undirbúningstímabilinu með Blikaliðinu en hefur ekki verið í leikmannahópnum frá því að Pepsí-deildin hófst.

„Það varð því að samkomulagi að Spánverjinn héldi heim á leið og reyndi fyrir sér á öðrum slóðum. Knattspyrnudeildin þakkar Sergio Carvallo fyrir góð kynni og óskar honum alls velfarnaðar á nýjum slóðum," segir í tilkynningu félagsins.

Blikar eru í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar þegar fimm umferðum er lokið.
Athugasemdir
banner
banner
banner