Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. maí 2016 08:57
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður Mourinho á leið til London
Mynd: Getty Images
Jorge Mendes, umboðsmaður Jose Mourinho, mun funda með Ed Woodward, framkvæmdastjóra Manchester United, í Lundúnum í dag. Mendes er á leið til Bretlandseyja.

Búist er við því að gengið verði frá þriggja ára samningi við Mourinho sem verður næsti knattspyrnustjóri United.

Mourinho var rekinn frá Chelsea á liðnu tímabili en liðið náði sér ekki á strik eftir að hafa lyft Englandsmeistarabikarnum í fyrra.

Mendes er frægasti umboðsmaður í fótboltaheiminum en hann er með Cristiano Ronaldo og fleiri stórstjörnur á sínu bandi.

Staðfest var í gær að United hefur rekið Louis van Gaal. Árangur hans með liðið þótti ekki ásættanlegur ásamt því að óánægja var með leikstíl liðsins undir hans stjórn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner