Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. maí 2016 18:00
Elvar Geir Magnússon
Van Gaal var byrjaður að vinna í að fá Eriksen
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
Blaðamaðurinn Tom Allnutt segir að Louis van Gaal hafi verið að reyna að fá hinn danska Christian Eriksen áður en hann var rekinn frá Manchester United.

Ekki er vitað hversu langt á veg sú tilraun var kominn en samkvæmt Allnutt hafði Eriksen áhuga á að skoða möguleikann á að fara á Old Trafford.

Manchester United hefur í gegnum árin gert stór leikmannaviðskipti við Tottenham og fengið leikmenn á borð við Michael Carrick og Dimitar Berbatov.

Þessi 24 ára danski leikmaður er samningsbundinn á White Hart Lane til 2018 og hefur talað um að hann sé ánægður hjá Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner