Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 24. maí 2017 07:00
Stefnir Stefánsson
Áfrýjun Arsenal á rauða spjaldi Koscielny hafnað
Mynd: Getty Images
Ljóst er að Laurent Koscielny mun missa af úrslitaleik enska bikarsins eftir að aganefnd enska knattspyrnusambandsins tók fyrir áfrýjun Arsenal á rauða spjaldinu sem að Koscielny fékk í leiknum gegn Everton um síðustu helgi.

Koscielny fékk að líta beint rautt spjald eftir groddaralega tæklingu á Enner Valencia á 14. mínútu leiksins. Það kom þó ekki að sök þar sem að Arsenal vann leikinn 3-1. Það dugði þó ekki til þar sem að bæði Liverpool og Manchester City unnu sína leiki.

Arsenal endaði því í fimmta sæti deildarinnar og mun því leika í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Arsenal freistaði þess að fá bannið fellt niður með því að áfrýja en enska knattspyrnusambandið gaf lítið fyrir þá áfrýjun og verður Koscielny því að sætta sig við að horfa á úrslitaleikinn úr stúkunni á Wembley á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner