mið 24. maí 2017 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Anna Garðars spáir í 6. umferð í Pepsi-deild kvenna
Anna Garðarsdóttir.
Anna Garðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Máté Dalmay
Leikið er þétt í Pepsi-deild kvenna í byrjun sumars og í kvöld og á morgun er 6. umferðin á dagskrá.

Anna Garðarsdóttir hefur spilað með nokkrum liðum í Pepsi-deildinni og hún spáir í leikina að þessu sinni.



Fylkir 1 - 1 Haukar (19:15 í kvöld)
Hér verða Haukar að ná í stig.

Breiðablik 1 - 0 KR (19:15 í kvöld)
Það styttist í fyrstu og alls ekki síðustu stig KR en því miður koma þau ekki í þessum leik.

Þór/KA 2 - 0 ÍBV (14:00 á morgun)
Bryndís Lára, markvörður Þórs/KA er búin að fá á sig 1 mark á þessari leiktíð. Hún er ekki að fara að fá á sig mark nr. 2 gegn sínum gömlu félögum get lofað ykkur því.

Valur 4 - 0 Grindavík (19:15 á morgun)
Margrét Lára minnir á hver drottningin er og skorar a.m.k. 3. Svo finnst mér ekki ólíklegt að Kletturinn Pála Marie læði inn einu eftir hornspyrnu en ég veit það ekki.

FH 1 - 1 Stjarnan (19:15 á morgun)
Stjarnan lendir í veseni í Hafnarfirðinum.

Fyrri spámenn:
Glódís Perla Viggósdóttir (4 réttir)
Hallbera Guðný Gísladóttir (4 réttir)
Jón Páll Pálmason (3 réttir)
Eiður Benedikt Eiríksson (3 réttir)
Jóhann Kristinn Gunnarsson (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner