Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 24. maí 2017 21:26
Brynjar Ingi Erluson
Beckham með hjartnæm skilaboð á Instagram
David Beckham í leik vináttuleik með Manchester UNited
David Beckham í leik vináttuleik með Manchester UNited
Mynd: Getty Images
David Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United á Englandi, sendi fylgjendum sínum hjartnæm skilaboð á samskiptavef Instagram í kvöld. Manchester United vann Evrópudeildina eftir hörkuleik gegn Ajax.

Beckham er eitt mesta átrúnaðargoð stuðningsmanna Manchester United en hann lék með liðinu til ársins 2003 áður en hann fór til Real Madrid. Hann hefur síðan spilað fyrir LA Galaxy, AC Milan og Paris Saint-Germain.

Hryðjuverkaárás varð í fyrradag í Manchester-borg þar sem 22 létust og 60 manns særðust. Sprenging varð í Manchester-Arena þar sem Ariana Grande var með tónleika.

Óvíst hvar hvort úrslitaleikur Evrópudeildarinnar myndi fara fram í Stokkhólmi í kvöld vegna þessa og voru leikmenn og aðrir íbúar Manchester-borgar í áfalli. Liðið spilaði í kvöld og er Beckham á þeirri skoðun að þessi sigur hafi verið fyrir borgina.

„Kvöldið í kvöld var mikilvægara en íþróttir. Jú, þetta var stórt kvöld fyrir Manchester United en stærra fyrir borgina og landið. Á tíma þar sem við erum syrgja fyrir fjölskyldum sem misstu ástvini sína, en samt erum við með íþrótt sem nær að kalla fram smá hamingju á erfiðum tímum. Við biðjum fyrir friði," sagði Beckham á Instagram.



Athugasemdir
banner
banner
banner