mið 24. maí 2017 11:15
Magnús Már Einarsson
Brasilía með sterkt lið til Íslands - Marta mætir
Marta mætir á Laugardalsvöll.
Marta mætir á Laugardalsvöll.
Mynd: Getty Images
Thaisa miðjumaður Grindvíkinga er í hópnum.
Thaisa miðjumaður Grindvíkinga er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Emily Lima, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur valið landsliðshópinn sem mætir Íslandi í vináttuleik 13. júní. Um er að ræða síðasta leik Íslands fyrir EM í Hollandi.

Brasilía mætir með mjög öflugan leikmannahóp en liðið er í 9. sæti á heimslista FIFA.

Meðal leikmanna í brasilíska liðinu er Marta sem leikur með Orlando Pride en hún var útnefnd leikmaður ársins af FIFA fimm ár í röð.

Thaisa Moreno, miðjumaður Grindvíkinga, er einnig í hópnum en hún hefur vakið athygli í Pepsi-deild kvenna í sumar.

Markmenn
Barbara - Kindermann
Dani Neuhaus - Santos

Varnarmenn
Rafaelle - Changchun Volkswagen Exc.
Mônica - Orlando Pride
Andréia Rosa - Avaldsnes Idrettslag
Jucinara - Corinthians / Audax Fabiana - Corinthians / Audax Tamires - Fortuna Hjørring
Letícia - Sportclub Sand

Miðjumenn
Andressinha - Houston Dash
Francielle - Avaldsnes Idrettslag
Thaisa - Grindavík
Andressa Alves - Barcelona
Maurine - Santos
Camila - Orlando Pride
Gabi Zanotti - Jiangsu Suning

Framherjar
Debinha - North Caroline Courage
Darlene - Black River
Marta - Orlando Pride
Bia Zaneratto - Incheon Hyundai Steel Red Angels
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner