mið 24. maí 2017 05:55
Stefnir Stefánsson
Evrópudeildin í dag - Úrslitin ráðast
Tekst United að tryggja sér bakdyramegin inn í Meistaradeildina
Tekst United að tryggja sér bakdyramegin inn í Meistaradeildina
Mynd: Getty Images
18:45 Ajax - Manchester United (Stöð 2 Sport)

Einn leikur er á dagskrá í Evrópudeildinni í dag en það er sjálfur úrslitaleikur keppninnar. Þar mætast Ajax og Manchester United.

Ajax slógu út Lyon í undanúrslitunum á meðan að Manchester United fóru í gegnum Anderlecht.

Leikurinn er risastór fyrir bæði lið en þar sem þau freista þess að vinna keppnina. Ajax eru búnir að tryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu en liðið lenti í öðru sæti hollensku deildarinnar.

Manchester United hinsvegar enduðu í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og verða þeir því ekki í Meistaradeild Evrópu að ári nema þeim takist að vinna Evrópudeildina.

Það er því mikil spenna hjá stuðningsmönnum liðanna og þá sérstaklega stuðningsmönnum Manchester United þar sem að þeir sætta sig eflaust ekki við að vera annað tímabilið í röð án þess að taka þátt í Meistaradeild Evrópu.

Leikurinn hefst klukkan 18:15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner