mið 24. maí 2017 16:00
Magnús Már Einarsson
Leikmaður Man City sparkaði í höfuð manns
Jason Denayer í leik með Sunderland.
Jason Denayer í leik með Sunderland.
Mynd: Getty Images
Jason Denayer, varnarmaður Manchester City, segist sjá eftir því að hafa sparkað í höfuð manns fyrir utan næturklúbb í Brussel á sunnudaginn.

Hinn 21 árs gamli Denayer var í láni hjá Sunderland á nýliðnu tímabili en hann er mættur heim til Belgíu í sumarfrí.

Denayer kom sér í vandræði þar um helgina þar sem hann sparkaði í höfuðið á manni sem var í slagsmálum við vin hans.

„Auðvitað sé ég eftir því að hafa blandað mér í rifrildi sem ég tengdist ekki til að byrja með. Ég sá vin minn í mikilli hættu og ég ákvað að blanda mér í þetta til að vernda hann," sagði Denayer.

Denayer keyrði í burtu eftir atvikið. Vinir mannsins sem hann réðst á höfðu unnið skemmdarverkir á bíl Denayer en hann var þó ökufær.
Athugasemdir
banner
banner
banner