Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 24. maí 2017 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho: Skáld vinna ekki titla
Jose Mourinho með bikarinn í kvöld
Jose Mourinho með bikarinn í kvöld
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, gat fagnað vel í kvöld en lið hans vann Evrópudeildina með því að leggja Ajax að velli 2-0.

Paul Pogba kom United yfir á 18. mínútu áður en Henrik Mkhitaryan bætti við öðru í byrjun síðari hálfleiks.

Þetta var þriðji bikar United á tímabilinu en liðið vann einnig deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn.

Mourinho var í essinu sínu í kvöld og hæstánægður með árangurinn.

„Þetta er endirinn á mjög svo erfiðu en samt góðu tímabili," sagði Mourinho.

„Við vildum frekar komast inn í Meistaradeildina á þennan hátt frekar en að lenda í öðru, þriðja eða fjórða sæti. Við kláruðum verkefnið og það var að ná í þátttökurétt með því að vinna Evrópudeildina, sem er mjög mikilvægt.

United hafði aldrei unnið Evrópukeppni félagsliða fyrir úrslitaleikinn í kvöld en núna er síðasti bikarinn kominn í safnið. Félagið hefur nú unnið alla titla.

„Núna hefur félagið unnið alla bikara sem hægt er að vinna og við lögðum okkur alla fram til þess að klára þetta.

Peter Bosz, þjálfari Ajax, sagði leikinn vera leiðinlegan og að United hefði bara verið að spila löngum boltum en svo virðist sem að Mourinho hafði svör við því.

„Ef þú ert yfirburða í loftinu þá ferðu langt. Það eru mörg skáld í fótbolta en skáld ná ekki í titla. Við vissum hvar við vorum betri en þeir og við sáum veikleika þeirra og nýttum okkur það," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner