mið 24. maí 2017 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Norski bikarinn: Aron með aukaspyrnumark í sigri
Aron Sigurðarson skoraði fyrir Tromsö í dag
Aron Sigurðarson skoraði fyrir Tromsö í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölmargir leikir voru að klárast í norska bikarnum í knattspyrnu en einn Íslendingur komst á blað. Aron Sigurðarson skoraði fyrir Tromsö í 2-0 sigri.

Aron Sigurðarson skoraði fyrra mark Tromsö í 2-0 sigri á Finnsnes en markið kom úr aukaspyrnu á 29. mínútu. Allir bjuggust við að hann væri að fara að senda boltann inn í teiginn en hann plataði markvörð Finnsnes og skrúfaði boltann í netið. Aron fór af velli á 79. mínútu leiksins.

Guðmundur Kristjánsson og félagar hans í Start töpuðu fyrir Flekkeroy 4-3. Guðmundur fór af velli á 67. mínútu leiksins en hann byrjaði leikinn ásamt fyrrum enska landsliðsmanninum, Nigel Reo-Coker.

Óttar Magnús Karlsson var í byrjunarliði Molde sem vann Hodd 2-1. Óttar fór af velli í hálfleik er staðan var markalaus en þá var Björn Bergmann Sigurðarson ekki í hópnum.

VIðar Ari Jónsson lék allan leikinn fyrir Brann sem vann 2-0 sigur á Lysekloster. Kristinn Jónsson kom þá inná á 69. mínútu er Sogndal vann 2-0 sigur á Raufoss.

Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson léku allan leikinn fyrir Álasund í 2-0 sigri á Byåsen. Aron Elís Þrándarson kom inná sem varamaður á 63. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner