Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. maí 2017 15:55
Elvar Geir Magnússon
Paul Scholes: Gott tímabil ef Man Utd vinnur í kvöld
Paul Scholes.
Paul Scholes.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes fyrrum miðjumaður Manchester United segir að tímabilið muni skrást sem gott tímabil ef liðið vinnur Evrópudeildina. United mætir Ajax í úrslitaleik á Vinavöllum í Svíþjóð í kvöld.

Tímabilið er undir hjá Jose Mourinho og hans mönnum sem enduðu í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Þetta er mjög gott tímabil ef sigur vinnst. Yrði það frábært? Það er erfitt að segja því deildin er brauð þitt og smjör," sagði Scholes við Sky.

„Í deildinni er liðið dæmt yfir 38 leiki og að enda í sjötta sæti er ekki nægilega gott. Allir hjá félaginu vita það og stjórinn veit það. Það er erfitt að dæma tímabilið, liðið átti að vinna alla tíu leikina sem það gerði jafntefli í."

Jafnteflin hafa verið vandamál hjá United á þessu tímabili.

„Þetta hefur verið erfitt fyrsta ár fyrir Mourinho en þetta er risaleikur í kvöld. Liðið þarf að komast í Meistaradeildina, þar á félagið að vera á hverju ári ef við miðum út frá stærð þess. Þeir eiga ekki bara að vera með heldur að eiga möguleika á að vinna Meistaradeildina."

„Þetta verður jafn leikur. Ajax er með ungt lið en með reynsluna og reynslu Mourinho held ég að United muni hafa þetta. Við höfum aldrei unnið Evrópudeildina svo vonandi breytist það í kvöld."

Smelltu hér til að lesa fleiri upphitunarpunkta fyrir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner