Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. maí 2018 21:22
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: KFG með fullt hús stiga
Jóhann Ólafur Jóhannsson gerði fyrsta mark leiksins.
Jóhann Ólafur Jóhannsson gerði fyrsta mark leiksins.
Mynd: Þorsteinn Ólafs
Vængir Júpíters 2 - 4 KFG
0-1 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('28)
0-2 Finn Axel Hansen ('50)
1-2 Daníel Rögnvaldsson ('52)
1-3 Finn Axel Hansen ('58)
2-3 Brynjar Gauti Þorsteinsson ('65)
2-4 Markaskora vantar ('90)

KFG er komið á topp 3. deildarinnar eftir góðan sigur gegn Vængjum Júpíters á Fjölnisvelli.

Jóhann Ólafur Jóhannsson gerði eina mark fyrri hálfleiksins og tvöfaldaði Finn Axel Hansen forystu gestanna snemma í síðari hálfleik.

Daníel Rögnvaldsson var snöggur að minnka muninn fyrir heimamenn en Finn var aftur á ferðinni skömmu síðar til að gera þriðja mark KFG.

Brynjar Gauti Þorsteinsson minnkaði muninn þegar 25 mínútur voru eftir en nær komust Vængirnir ekki og bætti KFG við marki undir lokin. Vængir Júpíters eru með eitt stig eftir þrjár umferðir, KFG er með fullt hús stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner