banner
   fim 24. maí 2018 09:20
Magnús Már Einarsson
Alderweireld og Fred til Man Utd?
Powerade
Toby Alderweireld er orðaður við Manchester United.
Toby Alderweireld er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ahmed Hegazi er á óskalista Tottenham.
Ahmed Hegazi er á óskalista Tottenham.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með slúður dagsins. Njótið!



Manchester United er nálægt því að fá Fred (25) miðjumann Shakhtar Donetsk í sínar raðir. United vonast til að ganga frá kaupunum í næstu viku. (Manchester Evening News)

Manchester United hefur hafið viðræður við Tottenham um varnarmanninn Toby Alderweireld (29). Tottenham vill fá 75 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Mirror)

Jorginho (26), miðjumaður Napoli, ætlar að ræða við ítalska félagið við framtíð sína. Jorginho hefur verið orðaður við Manchester City en hann er metinn á 52 milljónir punda. (Sun)

Manchester City þarf að greiða 60 milljónir punda til að fá Riyad Mahrez (27) frá Leicester. (Guardian)

David Luiz (31) gæti farið til Napoli ef Maurizio Sarri tekur við Chelsea. (Express)

Michael Ballack, fyrrum miðjumaður Chelsea, gæti tekið til starfa hjá félaginu sem yfirmaður fóboltamála. (Evening Standard)

Alvaro Morata (25) framherji Chelsea sást ásamt umboðsmanni sínum funda með Fabio Paratici, yfirmanni íþróttamála hjá Juventus. (Marca)

Tottenham hefur blandað sér í baráttuna um Ahmed Hegazi (27) miðvörð WBA. (ESPN)

Atletico Madrid hefur boðið Antoine Griezmann (27) að fá 8,75 milljónir punda meira í árslaun til að koma í veg fyrir að hann fari til Barcelona. (Mail)

Jamie Vardy (31) framherji Leicester segir að möguleg félagaskipti til Arsenal hafi truflað sig á EM 2016. (Evening Standard)

Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, vill fá Edouard Mendy (26) markvörð Reims. (Mirror)

Umboðsmaður Martin Skrtel (33) segir að varnarmaðurinn fari ekki frá Fenerbahce til Rangers. Ástæðan er sú að Rangers á ekki efni á Skrtel. (Daily Record)

Leighton Baines (33) vinstri bakvörður Everton hefur engan áhuga á að fara frá félaginu þrátt fyrir að hafa verið orðaður við félög i Bandaríkjunum. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner