Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. maí 2018 12:15
Elvar Geir Magnússon
Laugardalsvelli
Allt þarf að ganga upp svo Aron verði klár í Argentínuleikinn
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson er í mjög tæpu kapphlaupi við tímann.
Aron Einar Gunnarsson er í mjög tæpu kapphlaupi við tímann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson mun ekki koma við sögu í síðustu vináttulandsleikjum Íslands fyrir HM. Aron er í Katar þar sem hann er í meðhöndlun vegna meiðsla í hné og ökkla.

„Það er ólíklegra að hann spili. Það er líklegra að Gylfi taki einhverjar mínútur frekar en Aron," segir landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson um mögulega þátttöku Arons í komandi vináttulandsleikjum.

En hvernig eru líkurnar á því að Aron verði tilbúinn í fyrsta leik Íslands á HM, leikinn gegn Argentínu 16. maí?

„Þetta eru þannig meiðsli að ef allt gengur upp þá á þetta að vera hægt. Maður sér á myndböndum að þetta er á réttri leið. Í svona meiðslum getur ein æfing tafið ferlið um viku. Við tökum þetta bara dag fyrir dag. Það væri ófaglegt að segja eitthvað núna," segir Heimir.

Alfreð Finnbogason var á dögunum hjá Aroni í Katar. Fótbolti.net spurði Alfreð hvort hann væri bjartsýnn á að Aron yrði klár fyrir HM?

„Ég verð að vera það," segir Alfreð. „Ég sá hversu mikið hann leggur á sig til að vera klár. Hvort sem hann verður klár eða ekki þá hef ég séð að hann gjörsamlega gerir allt í sínu valdi til að verða klár. Í Katar eru að mínu mati bestu sérfræðingarnir og besta aðstaðan til að jafna sig af meiðslum. Ég verð að vera jákvæður fyrir hans hönd."

Lykildagar Íslands í júní
LEIKUR 2. júní Noregur (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
LEIKUR 7. júní Gana (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
9. júní Flogið til Rússlands (Gelendzhik)
LEIKUR 16. júní Argentína (Moskva) - HM
LEIKUR 22. júní Nígería (Volgograd) - HM
LEIKUR 26. júní Króatía (Rostov) - HM
Athugasemdir
banner
banner