Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. maí 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Þrenna Tryggva: Aðstæður spila inn í markaleysi
Mynd: Fótbolti.net
Hilmar Árni hefur raðað inn mörkum.
Hilmar Árni hefur raðað inn mörkum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, skoraði margar þrennur á ferlinum og í sumar er hann með þrennuna eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni. Þar tekur Tryggvi fyrir þrjú málefni sem brenna á honum.

Hér að neðan má sjá uppgjör Tryggva eftir fimmtu umferðina.



Vantar fleiri mörk
Það voru átta mörk í sex leikjum í þessari umferð. Þetta var flott umferð fyrir varnarmenn og það bera að hrósa þeim þegar þeir eiga það skilið. Að sjálfsögðu mætir maður á fótboltaleiki til að sjá eins mörg mörk og hægt er en stundum er þetta hálf dautt. Auðvitað skipta aðstæðurnar einhverju máli þar. Eins og fyrir norðan er ekki hægt að fara fram á dúndrandi sóknarleik þegar þú ert ekki að spila á góðum velli. Þetta kveikir í gervigrasmönnum hér á landi. Það er kannski orðið tímabært að flest liðin ef ekki öll skelli sér á gervigras. Við sjáum í Noregi og Svíþjóð að ca helmingur liðanna er kominn á gervigras þó að vellirnir séu talsvert sunnar en hjá okkur.

Hilmar Árni í stuði
Sjö mörk í fimm leikjum er helvíti gott hjá miðjumanni. Hilmar er einn af þeim mönnum sem ég tók út þegar verið var að tala um þá bestu í Pepsi. Mér hefur alltaf fundist Hilmar vera góður leikmaður og hann er að fara vel af stað núna. Þrjú af þessum mörkum koma úr vítaspyrnum en það þarf að skora úr þeim leik. Það er leiðinlegt fyrir hann að það eru menn aftar á vellinum sem eru ekki að hjálpa honum. Þegar þú skorar sjö mörk í fimm leikjum myndi maður ætla að þú værir í liði sem er í toppbaráttunni. Stjarnan hélt allavega hreinu í gær og Hilmar skoraði aftur. Við skulum ekki hræðast markametið fyrr en í lok móts. Það er of snemmt að ræða það núna.

Stór lið í vandræðum
Staðan í deildinni er að einhverju leyti eins og maður bjóst við. Keflavík og ÍBV eru við botninn eins og ég hafði tippað á fyrir sumarið. Ég tippaði líka á að Fylkir myndi lenda í vandræðum en þeir eru í fjórða sæti eins og staðan er. Það kemur á óvart. Síðan eru nokkur lið ekki sátt við sitt gengi. Valur, KR og Stjarnan eru þar á meðal. Þetta er gaman fyrir okkur sem vorum nokkuð vissir um að Valsmenn myndu taka þetta nokkuð auðveldlega þó svo að ég hafi aldrei viljað afskrifa FH. Maður má ekki gera það. Þetta geir mótið ennþá meira skemmtilegt og spennandi.

Sjá einnig:
Eldri þrennur Tryggva
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner