Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 24. maí 2018 22:40
Sævar Ólafsson
Binni Gests: Stevie Wonder hefði dæmt þetta betur
Brynjar var langt í frá sáttur við vítaspyrnudóminn
Brynjar var langt í frá sáttur við vítaspyrnudóminn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR-ingar heimsóttu nágranna sína í Leikni í kvöld og var niðurstaðan 3-1 tap. Brynjar Gestsson þjálfari ÍR var skiljanlega allt annað en sáttur við niðurstöðuna.
“Við byrjuðum náttúrulega af krafti – það var ekkert mikið að gerast þarna í byrjun hjá þeim” sagði Brynjar Gestsson um byrjun leiksins en svo snerist taflið sökum einstaklingsmistaka sem færðu Leiknismönnum tvo álitlega sénsa sem þeir nýttu sér til hins ýtrasta.


“Einstaklingsmistök hjá honum Nile – hann klikkar bara þarna í tvö skipti - ansi illa og þeir refsa bara þarna með tveimur mörkum. Maður ætlast bara til þess að menn skili þessu betur af sér – þetta er dýrt

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 ÍR

Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði hálfleiks en gestirnir komu sterkir út úr hálfleiknum.

“2-0 í hálfleik og það þyrfti aðeins að peppa þetta í gang og við komum virkilega ferskir út - síðan er dæmt á okkur þarna víti sem er enginn á vellinum botnar neitt í”

“Ég veit ekki hvað hann sá – eða hvað hann sá ekki, ég hugsa að Stevie Wonder hefði dæmt betur” sagði Brynjar og var skiljanlega ekki sáttur við vítaspyrnudóminn umdeilda.

“Við vildum vera aðeins hraðari og meira direct og hefðum alveg getað gert þarna þrjú, fjögur mörk” bætti Brynjar svo við en hans menn mættu beittari út úr hálfleiknum.

“Þetta er sama sagan – við erum alltaf að spila alveg glimrandi vel í síðari hálfleik eftir að vera lentir 2-0 undir – en þú getur ekki gefið þetta forskot, þú getur það ekki” sagði Brynjar en þetta var annar leikurinn í röð sem lærisveinar hans lenda 2-0 undir.

Sökum tæknilegra mistaka er viðtalið því miður ekki í landscape og er beðist forláts á því en viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner