Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 24. maí 2018 13:47
Arnar Daði Arnarsson
Björn um borgina Rostov: Húsin eru frekar skuggaleg
Icelandair
Björn á landsliðsæfingunni í dag.
Björn á landsliðsæfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög gaman. Það hefur reyndar verið frekar slæmt veður að undanförnu en geggjað að vera kominn loksins hingað á völlinn og fara að æfa með strákunum," sagði framherjinn, Björn Bergmann Sigurðarson leikmaður Rostov í Rússlandi og íslenska landsliðsins.

„Þetta byrjar almennilega núna þegar við hittumst lokahópurinn og byrjum að æfa og gerum okkur klára fyrir þessa leiki á HM," sagði Björn sem er að fara á sitt fyrsta stórmót á ferlinum.

Hann fór úr axlarlið fyrir mánuði síðan en segist vera orðinn góður af þeim meiðslum núna.

„Ég var svolítið að strögla eftir að hafa dottið úr axlarliðnum en síðan náði ég síðasta leiknum með Rostov. Ég er orðinn góður núna og er alveg klár."

Björn gekk í raðir Rostov í upphafi árs frá norska félaginu Molde. Hann segir að landið sjálft og rússneska deildin hafi komið sér á óvart.

„Þetta er betri fótbolti en ég bjóst við og það kom mér á óvart hversu miklu stærra þetta er. Þetta hefur verið mjög gaman," sagði Björn sem segir að það bjarga sér að vera með tvo aðra Íslendinga í liðinu, þá Sverri Inga Ingason og Ragnar Sigurðsson.

„Þegar ég fór þangað fyrst þá vissi ég að Sverrir var þarna og það var mjög mikilvægt að vera með einhvern sem gat talað íslensku. Rússarnir eru ekki alveg að höndla enskuna. Síðan kemur Raggi (Ragnar Sigurðsson) aðeins seinna og að hafa þessa tvo frábæra náunga með sér, það bjargar málunum."

„Það var smá menningarsjokk fyrst en þegar þú venst því þá er þetta bara skemmtilegt. Það er allt í Rostov sem maður þarf. Húsin eru reyndar frekar skuggaleg. Maturinn og allt þarna er í topp klassa."

Heimamenn í Rostov eru spenntir fyrir Heimsmeistaramótinu.

„Þeir eru að mér finnst spenntari en við sjálfir. Þeir eru mjög stoltir af því að vera með þrjá Íslendinga í liðinu sem eru að fara á HM. Ekki skemmir fyrir að við erum að fara spila á heimavelli Rostov, þeir eru mjög spenntir fyrir þessu," sagði framherjinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner