Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. maí 2018 06:00
Ingólfur Stefánsson
Butland: Hart er hetjan mín
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jack Butland segist hafa hringt í Joe Hart þegar ljóst var að sá síðarnefndi færi ekki með Englendingum á HM í Rússlandi í sumar.

Jack Butland er einn af þremur markvörðum sem fer á HM með Englandi en auk hans fara þeir Jordan Pickford og Nick Pope.

Hart hefur farið á síðustu þrjú stórmót með Englendingum en slakt form hans hjá West Ham í vetur olli því að hann var ekki valinn í hópinn í sumar.

Hart á að baki 75 landsleiki fyrir England og byrjaði í markinu í 9 af 10 leikjum liðsins í undankeppni HM. Butland segist finna til með Hart sem sé hetja hans og fyrirmynd.

„Ég er búinn að tala við Joe og ég veit að hann er miður sín að missa af mótinu og ég finn til með honum."

„Hann hefur verið hetjan mín frá því að ég var 14 ára gamall og ég lít enn upp til hans. Það var mikilvægt fyrir mig að segja honum það því maður fær ekki oft tækifæri til þess að segja fólki hvað manni finnst um það."

England spilar fyrsta leik sinn á HM gegn Túnis 18. júní en auk Túnis mun liðið mæta Panama og Belgíu í G-riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner