Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 24. maí 2018 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Emil: Íslensk HM stemning á Ítalíu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að vera kominn heim. Mér sýnist ég hafa komið með góða veðrið með mér, það hefur víst verið ömurlegt veður hér. Ég og konan sögðum það í gær að við ætluðum að koma með góða veðrið heim og það virðist hafa heppnast," sagði landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson sem er kominn heim eftir langt og strangt tímabil á Ítalíu með Udinese þar sem margt gekk á, bæði innan og utan vallar.

„Þetta var lærdómsríkt. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Þetta var þannig séð ekki skemmtilegasta tímabilið, ég fékk ekki að spila eins mikið og ég vildi. Það var gott að enda þetta vel, ég spilaði síðustu leikina sem skiptu ótrúlega miklu máli og fékk traustið frá nýja þjálfaranum, sem var sá þriðji á þessa tímabili," sagði Emil sem býst við því að vera áfram hjá Udinese en hann á enn tvö ár eftir af samningi sínum.

Ítalir komust ekki á HM eftir að hafa dottið út í umspili gegn Svíþjóð.

„Það er fyndið að segja frá því en La Gazzetta dello Sport hafði samband við mig um daginn og þeir eru með eitthvað plot í gangi; "Ítalir ætla að styðja Íslendinga á HM" - og þeir ætla skrifa einhverjar átta síður á hverjum degi um íslenska landsliðið. Það virðist vera íslensk HM stemning á Ítalíu þessa dagana. Það er pínu fyndið," sagði Emil glottinn að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner