fim 24. maí 2018 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evra fær ekki nýjan samning hjá West Ham
Evra fær ekki nýjan samning.
Evra fær ekki nýjan samning.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Patrice Evra verður ekki áfram í herbúðum West Ham. Hann mun ekki fá nýjan samning.

Evra gekk í raðir West Ham í febrúar síðastliðnum og skrifaði undir samning út leiktíðina.

Evra er orðinn 37 ára gamall en hann gat farið til West Ham í febrúar þar sem hann var án liðs. Hann var rekinn frá Marseille fyrr á tímabilinu fyrir að sparka í átt að stuðningsmanni fyrir leik gegn Vitoria í Evrópudeildinni.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester United lék aðeins fimm leiki fyrir West Ham og spurning hvort fótboltaferli hans sé lokið.

West Ham hefur jafnframt tilkynnt að James Collins muni ekki fá nýjan samning. Collins er í miklum metum hjá stuðningsmönnum West Ham.

Manuel Pellegrini tók við Lundúnaliðinu á dögunum og hann fær það verkefni að koma liðinu í efri hluta ensku deildarinnar. West Ham endaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á liðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner