De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 24. maí 2018 11:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi hefur æfingar með landsliðinu - Gæti spilað vináttuleikina
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson ræddi við fjölmiðlamenn í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson ræddi við fjölmiðlamenn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingunni í dag.
Frá æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að ganga vel síðustu tvær vikur," sagði Gylfi Þór Sigurðsson er hann ræddi um meiðsli sín á landsliðsæfingu í dag.

Gylfi var einn af þeim níu sem bættust við æfingahóp íslenska landsliðsins í dag, en það styttist í fyrsta leik á HM með hverjum deginum.

Eins og öll þjóðin veit hefur Gylfi verið að glíma við meiðsli. Hann fór meiddur af velli í leik með Everton í mars og hefur ekkert spilað síðan þá, en hann er að koma til baka núna.

„Það er enn nægur tími í mót þannig að við flýtum okkur hægt, við erum ekki að taka neina óþarfa sénsa," sagði Gylfi.

„Ég mun eitthvað æfa með liðinu í dag, en ekki alveg á fullu. Ef það væri leikur í næstu viku þá myndi ég geta æft þannig séð. Það er spursmál að gera réttu hlutina nægilega mikið og vera ekki að ofreyna á þetta eða byrja of snemma."

„Hugurinn er búinn að róast, ég get allt sem ég þarf að gera. Ég er með það markmið að vera klár eftir einhverjar vikur þegar við erum mættir til Rússlands."

Framundan eru vináttulandsleikir við Gana og Noreg á Laugardalsvelli.

„Planið er að ég fái einhverjar mínútur þar, en ég held að aðalatriðið sé að æfa sem mest. Það væri frábært að spila í þessum leikjum," segir Gylfi."

Aðspurður út í hvort hann hafi á einhverjum tímapunkti óttast að missa af HM, segir Gylfi:

„Auðvitað fór það strax í gegnum kollinn á manni. Það var svolítið "panikk", sérstaklega daginn eftir meiðslin þegar ég gat ekki hreyft hnéð, þá var maður svolítið hræddur. En sem betur fer, þá vonandi er þetta að hafast."

„Við erum búnir að bíða eftir þessu síðan við komumst á HM, en þetta er búið að vera svolítið skrítið, öll einbeitingin hefur verið á meiðslunum, að reyna að halda sér jákvæðæum og koma sér í gegnum þetta. En þegar maður byrjar að æfa núna með liðinu, þá kemur spennan með. Við munum fara í alla leiki til að vinna, við erum ekki að fara bara til að taka þátt," sagði Gylfi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner