Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   fim 24. maí 2018 11:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi hefur æfingar með landsliðinu - Gæti spilað vináttuleikina
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson ræddi við fjölmiðlamenn í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson ræddi við fjölmiðlamenn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingunni í dag.
Frá æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að ganga vel síðustu tvær vikur," sagði Gylfi Þór Sigurðsson er hann ræddi um meiðsli sín á landsliðsæfingu í dag.

Gylfi var einn af þeim níu sem bættust við æfingahóp íslenska landsliðsins í dag, en það styttist í fyrsta leik á HM með hverjum deginum.

Eins og öll þjóðin veit hefur Gylfi verið að glíma við meiðsli. Hann fór meiddur af velli í leik með Everton í mars og hefur ekkert spilað síðan þá, en hann er að koma til baka núna.

„Það er enn nægur tími í mót þannig að við flýtum okkur hægt, við erum ekki að taka neina óþarfa sénsa," sagði Gylfi.

„Ég mun eitthvað æfa með liðinu í dag, en ekki alveg á fullu. Ef það væri leikur í næstu viku þá myndi ég geta æft þannig séð. Það er spursmál að gera réttu hlutina nægilega mikið og vera ekki að ofreyna á þetta eða byrja of snemma."

„Hugurinn er búinn að róast, ég get allt sem ég þarf að gera. Ég er með það markmið að vera klár eftir einhverjar vikur þegar við erum mættir til Rússlands."

Framundan eru vináttulandsleikir við Gana og Noreg á Laugardalsvelli.

„Planið er að ég fái einhverjar mínútur þar, en ég held að aðalatriðið sé að æfa sem mest. Það væri frábært að spila í þessum leikjum," segir Gylfi."

Aðspurður út í hvort hann hafi á einhverjum tímapunkti óttast að missa af HM, segir Gylfi:

„Auðvitað fór það strax í gegnum kollinn á manni. Það var svolítið "panikk", sérstaklega daginn eftir meiðslin þegar ég gat ekki hreyft hnéð, þá var maður svolítið hræddur. En sem betur fer, þá vonandi er þetta að hafast."

„Við erum búnir að bíða eftir þessu síðan við komumst á HM, en þetta er búið að vera svolítið skrítið, öll einbeitingin hefur verið á meiðslunum, að reyna að halda sér jákvæðæum og koma sér í gegnum þetta. En þegar maður byrjar að æfa núna með liðinu, þá kemur spennan með. Við munum fara í alla leiki til að vinna, við erum ekki að fara bara til að taka þátt," sagði Gylfi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner