Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 24. maí 2018 11:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi hefur æfingar með landsliðinu - Gæti spilað vináttuleikina
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson ræddi við fjölmiðlamenn í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson ræddi við fjölmiðlamenn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingunni í dag.
Frá æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að ganga vel síðustu tvær vikur," sagði Gylfi Þór Sigurðsson er hann ræddi um meiðsli sín á landsliðsæfingu í dag.

Gylfi var einn af þeim níu sem bættust við æfingahóp íslenska landsliðsins í dag, en það styttist í fyrsta leik á HM með hverjum deginum.

Eins og öll þjóðin veit hefur Gylfi verið að glíma við meiðsli. Hann fór meiddur af velli í leik með Everton í mars og hefur ekkert spilað síðan þá, en hann er að koma til baka núna.

„Það er enn nægur tími í mót þannig að við flýtum okkur hægt, við erum ekki að taka neina óþarfa sénsa," sagði Gylfi.

„Ég mun eitthvað æfa með liðinu í dag, en ekki alveg á fullu. Ef það væri leikur í næstu viku þá myndi ég geta æft þannig séð. Það er spursmál að gera réttu hlutina nægilega mikið og vera ekki að ofreyna á þetta eða byrja of snemma."

„Hugurinn er búinn að róast, ég get allt sem ég þarf að gera. Ég er með það markmið að vera klár eftir einhverjar vikur þegar við erum mættir til Rússlands."

Framundan eru vináttulandsleikir við Gana og Noreg á Laugardalsvelli.

„Planið er að ég fái einhverjar mínútur þar, en ég held að aðalatriðið sé að æfa sem mest. Það væri frábært að spila í þessum leikjum," segir Gylfi."

Aðspurður út í hvort hann hafi á einhverjum tímapunkti óttast að missa af HM, segir Gylfi:

„Auðvitað fór það strax í gegnum kollinn á manni. Það var svolítið "panikk", sérstaklega daginn eftir meiðslin þegar ég gat ekki hreyft hnéð, þá var maður svolítið hræddur. En sem betur fer, þá vonandi er þetta að hafast."

„Við erum búnir að bíða eftir þessu síðan við komumst á HM, en þetta er búið að vera svolítið skrítið, öll einbeitingin hefur verið á meiðslunum, að reyna að halda sér jákvæðæum og koma sér í gegnum þetta. En þegar maður byrjar að æfa núna með liðinu, þá kemur spennan með. Við munum fara í alla leiki til að vinna, við erum ekki að fara bara til að taka þátt," sagði Gylfi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner