Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 24. maí 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Hnéskel Ægis fór úr lið
Ægir Jarl Jónasson.
Ægir Jarl Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ekki er ljóst hvenær Ægir Jarl Jónasson, kant og miðjumaður Fjölnis, getur snúið aftur á völlinn eftir meiðsli.

Ægir skoraði gegn KA í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar en hann varð síðan að fara meiddur af velli gegn ÍBV í annarri umferðinni. Meiðslin voru síðan alvarlega en talið var í fyrstu.

„Meiðslin eru aðeins verri en við gerðum ráð fyrir í byrjun," sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gær.

„Hnéskelin fór úr lið og hann er rétt byrjaður að skokka núna. Meira veit ég ekki. Þannig er staðan."

Ægir Jarl er uppalinn Fjölnismaður en þessi tvítugi leikmaður á 43 deildar og bikarleiki að baki þrátt fyrir ungan aldur.
Athugasemdir
banner
banner