Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 24. maí 2018 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso: HK á toppinn - Fyrstu stig Leiknis
Kári og Ásgeir skoruðu báðir fyrir HK.
Kári og Ásgeir skoruðu báðir fyrir HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK er á toppi Inkasso-deildarinnar eftir góðan sigur á útivelli gegn Þrótti R. í kvöld.

Bjarni Gunnarsson kom gestunum yfir í fyrri hálfleik og komust heimamenn nálægt því að jafna en tókst ekki.

Kári Pétursson tvöfaldaði forystu HK snemma í síðari hálfleik og minnkaði Aron Þórður Albertsson muninn eftir laglega sókn. Tveimur mínútum síðar kom Ásgeir Marteinsson sínum mönnum í 3-1 með skoti í nærhornið, en sólin virtist blinda Arnar Darra Pétursson í marki Þróttar.

HK átti að fá vítaspyrnu undir lokin en lokatölur 3-1 og er HK með tíu stig eftir fjórar umferðir.

Leiknir R. vann þá sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu þegar ÍR kíkti í heimsókn í Breiðholtsslagnum.

Heimamenn voru komnir með tveggja marka forystu eftir stundarfjórðung í nokkuð jöfnum leik þar sem góð nýting Leiknis gerði herslumuninn.

Sólon Breki Leifsson gerði út um leikinn snemma í síðari hálfleik þegar hann skoraði úr umdeildri vítaspyrnu. Björgvin Stefán Pétursson klóraði í bakkann fyrir ÍR en það nægði ekki.

Leiknir R. 3 - 1 ÍR
1-0 Sævar Atli Magnússon ('8)
2-0 Anton Freyr Ársælsson ('15)
3-0 Sólon Breki Leifsson ('51, víti
3-1 Björgvin Stefán Pétursson ('78)

Þróttur R. 1 - 3 HK
0-1 Bjarni Gunnarsson ('19)
0-2 Kári Pétursson ('49)
1-2 Aron Þórður Albertsson ('57)
1-3 Ásgeir Marteinsson ('59)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner