fim 24. maí 2018 05:55
Ingólfur Stefánsson
Ísland í dag - Baráttan um Breiðholtið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður nóg af fótbolta á Íslandi í dag. Tveir leikir fara fram í Pepsi-deild kvenna og tveir í Inkasso-deild karla. Þá er einnig leikið í neðri deildunum.

Breiðablik tekur á móti ÍBV í Pepsi-deild kvenna. Blikakonur hafa farið vel af stað og eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar. ÍBV eru með sex stig en eini tapleikur þeirra kom gegn Íslandsmeisturum Þór/KA.

Stjarnan tekur á móti botnliði Grindavíkur en Stjörnukonur hafa unnið síðustu tvo leiki sína eftir skell í fyrstu umferð gegn Breiðablik.

Leiknir og ÍR mætast í baráttunni um Breiðholtið í Inkasso-deild karla. Leiknismenn eru stigalausir og þjálfaralausir eftir að Kristófer Sigurgeirsson var rekinn. Þá tekur Þróttur á móti HK á sama tíma.

Pepsi-deild kvenna
18:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
19:15 Stjarnan-Grindavík (Samsung völlurinn)

Inkasso deildin - 1. deild karla
19:15 Leiknir R.-ÍR (Leiknisvöllur)
19:15 Þróttur R.-HK (Eimskipsvöllurinn)

2. deild karla
19:15 Þróttur V.-Kári (Vogabæjarvöllur)

3. deild karla
19:15 Vængir Júpiters-KFG (Fjölnisvöllur - Gervigras)

4. deild karla - B-riðill
20:00 Skallagrímur-Elliði (Skallagrímsvöllur)

4. deild karla - C-riðill
20:00 Álafoss-GG (Tungubakkavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner