banner
   fim 24. maí 2018 18:34
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Dramatík í framlengingu
Sara Björk ekki með slitna hásin
Sara fór meidd af velli.
Sara fór meidd af velli.
Mynd: Getty Images
Wolfsburg 1 - 4 Lyon
1-0 Pernille Harder ('93)
1-1 Amandine Henry ('98)
1-2 Eugenie Le Sommer ('99)
1-3 Ada Hegerberg ('103)
1-4 Camille Abily ('116)
Rautt spjald: Alexandra Popp, Wolfsburg ('96)

Sara Björk Gunnarsdóttir þurfti að fara meidd af velli er Wolfsburg mætti Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í dag. Sara, sem er fyrsti Íslendingurinn til að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, meiddist á hásin en sem betur fer slitnaði hún ekki.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og þurfti að framlengja, en Frakkarnir í Lyon voru betri í venjulegum leiktíma.

Pernille Harder kom Wolfsburg yfir snemma í framlengingunni en skömmu síðar fékk Alexandra Popp sitt annað gula spjald fyrir óþarfa tæklingu á vallarhelmingi andstæðinganna.

Tíu leikmenn Wolfsburg réðu ekki við Lyon sem setti þrjú mörk á fimm mínútum og tryggði sér bikarinn.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner