Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. maí 2018 06:00
Ingólfur Stefánsson
Pellegrini fær að eyða metfé hjá West Ham
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini mun fá meira fé til að eyða í leikmannakaup í sumar heldur en nokkurn tímann áður í sögu West Ham.

Pellegrini sem var kynntur sem stjóri West Ham á þriðjudaginn er sagður hafa 4 til 5 leikmenn í huga sem hann vill fá til liðsins.

David Gold, stjórnarformaður West Ham segir að hann sé tilbúinn að láta Pellegrini fá pening.

„Við munum eyða meira í sumar en í nokkrum öðrum félagsskiptaglugga. Ég veit ekki nákvæmlega hvað við munum eyða miklu því að við eigum enn eftir að selja leikmenn og þá hækkar upphæðin."

West Ham lauk leiktíðinni í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Gold hefur verið gagnrýndur í gegnum tíðina af stuðningsmönnum liðsins fyrir að eyða ekki nægilega mikið af peningum í leikmannakaup.
Athugasemdir
banner
banner
banner