Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 24. maí 2018 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-kvenna: Rio Hardy afgreiddi Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Stjarnan 2 - 3 Grindavík
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('10)
1-1 María Sól Jakobsdóttir ('12)
1-2 Rio Hardy ('33)
2-2 Harpa Þorsteinsdóttir ('49)
2-3 Rio Hardy ('69)

Stjarnan fékk Grindavík í heimsókn í síðari leik kvöldsins í Pepsi-deild kvenna og komst snemma yfir með marki frá Katrínu Ásbjörnsdóttur. Katrín vann skallabolta gegn markverði Grindvíkinga eftir fyrirgjöf frá Guðmundu Brynju Óladóttur.

Það tók gestina aðeins tvær mínútur að jafna. Rio Hardy, sem er nýkomin til liðsins ásamt tvíburasystur sinni Steffi, átti skot í stöng sem María Sól Jakobsdóttir fylgdi eftir með marki. Þetta var fyrsta mark liðsins í Pepsi-deildinni.

Heimastúlkur komust nálægt því að komast yfir en Steffi bjargaði á ögurstundu og tíu mínútum síðar skoraði systir hennar Rio næsta mark. Birna Kristjánsdóttir gerði þá mistök þar sem henni tókst ekki að handsama fyrirgjöf og missti knötttinn til Rio.

Harpa Þorsteinsdóttir jafnaði fyrir Stjörnuna snemma í síðari hálfleik en Rio kom Grindvíkingum aftur yfir þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Boltinn féll fyrir hana eftir darraðadans í teignum.

Stjörnunni tókst ekki að jafna leikinn og fyrstu stig Grindavíkur í Pepsi-deildinni líta dagsins ljós á erfiðum útivelli Stjörnunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner