Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 24. maí 2018 15:29
Magnús Már Einarsson
Pochettino framlengir við Tottenham
Ætlar að vera lengi hjá Tottenham.
Ætlar að vera lengi hjá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið. Pochettino tók við Tottenham í maí 2014 en hann hefur þrjú ár í röð endað í topp þremur í ensku úrvalsdeildinni með liðinu.

Tottenham hefur unnið 121 af 218 leikjum í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Argentínumannsins.

Pochettino átti þrjú ár eftir af fyrri samningi sínum en hann hefur nú framlengt samning sinn líkt og þjálfararnir Jesús Pérez, Miguel D'Agostino og Toni Jimenez.

„Það er heiður að skrifa undir nýjan langtíma samning þegar við nálgumst einn mikilvægasta kaflann í sögu félagsins. Ég hlakka til að vera stjórinn sem leiðir liðið inn á nýjan heimsklassa leikvang," sagði Pochettino en Tottenham spilar á nýjum velli næsta vetur eftir að hafa leikið tímabundið á Wembley á nýliðnu tímabili.



Athugasemdir
banner
banner
banner