Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 24. maí 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Rúrik: Ísland er mjög vinsælt í Þýskalandi
Icelandair
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik Gíslason var mjög ánægður þegar að HM hópur Íslands var tilkynntur á dögunum en hann er á leið með til Rússlands.

„Það er erfitt að lýsa tilfinningunni. Hún var frábær. Í ljósi þess að ég var ekki í hópnum á EM þá setti ég mér markmið um að komast sem fyrst aftur í landsliðið. Þetta er ákveðinn persónulegur sigur," sagði Rúrik við Fótbolta.net í dag.

Rúrik fór til Dubai eftir að tímabilinu lauk í Þýskalandi. Þar æfði hann með einkaþjálfara en hann æfði með fyrrum franska landsliðsmanninum Nicolas Anelka sem var með sama einkaþjálfara.

„Það vildi þannig til að hann er með sama þjálfara og ég erm eð þarna. Við tókum eina fótboltaæfingu saman. Hann er mjög fínn náungi," sagði Rúrik um Anelka.

Rúrik spilaði með Sandhausen í Þýskalandi síðari hluta tímabils og þar er spennan að magnast fyrir HM í næsta mánuði.

„Það var mjög mikið talað um HM þar. Það voru viðtöl og svoleiðis. Fótbolti er mjög stór í Þýskalandi og það er gert mikið úr öllu. Ég hef hvergi fundið meiri áhuga."

Hverju búast Þjóðverjar við af íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi í sumar? „Ég held að þeir búist ekki við svakalega miklu. Þeir geta verið hrokafullir. Þeir vilja að sitt lið vinni keppnina, það er alltaf krafa um það. Ísland er mjög vinsælt í Þýskalandi en mér finnst við þurfa að sanna okkur aftur fyrir þeim.">/I>

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni. VIð biðjumst afsökunar á hljoðtruflunum í byrjun.
Athugasemdir
banner
banner
banner