Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. júní 2016 14:30
Arnar Geir Halldórsson
Di Maria missir líklega af úrslitaleiknum í Copa America
Tæpur vegna meiðsla
Tæpur vegna meiðsla
Mynd: Getty Images
Argentínumenn eru áhyggjufullir fyrir úrslitaleik Copa America þar sem nokkrir sterkir leikmenn eru að glíma við meiðsli.

Angel Di Maria tókst ekki að klára æfingu með liðinu í gær en hann meiddist í leik gegn Panama í riðlakeppni mótsins og hefur ekki verið með síðan.

Ólíklegt er að hann verði klár í slaginn fyrir úrslitaleikinn en Tata Martino, landsliðsþjálfari Argentínu, hefur sagt að allt verði gert til að tjasla honum saman fyrir þennan mikilvæga leik.

Liðið verður án Ezequiel Lavezzi sem meiddist illa í undanúrslitaleiknum gegn Bandaríkjunum.

Þá er líklegra en ekki að Nico Gaitan, Marcos Rojo og Augusto Fernandez missi af leiknum vegna meiðsla en Argentína mun mæta Síle í úrslitaleiknum og fer hann fram á miðnætti á sunnudag.

Athugasemdir
banner
banner