Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
banner
   fös 24. júní 2016 22:13
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ejub: Hef sagt að það verði kraftaverk ef við höldum okkur í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Við byrjuðum leikinn ágætlega en við fengum tvö mörk eftir 12 mínútur. Þá var mjög erfitt að koma til baka," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó. eftir 2-0 tap gegn Víkingi R. í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Víkingur Ó.

Fyrra markið kom úr víti sem Ólsarar voru ekki ánægðir með.

"Þetta var mjög soft víti og ég var mjög hissa þegar hann dæmdi vítið. Þetta var stór ákvörðun,"

Þá voru Ólafsvíkurdrengir á því að þeir hefðu átt að fá víti í seinni hálfleiknum. "Ég vil sjá aftur hvort við hefðum átt að fá víti.. Þetta er í þriðja sinn sem hann dæmir hjá okkur og í leiknum gegn Breiðablik áttum við að fá tvær vítaspyrnur en hann dæmdi ekkert."

Hann viðurkennir fúslega að liðið hafi oft spilað betur en í kvöld.

"Já við höfum oft spilað betur. Eftir að við lentum undir var erfitt að koma til baka. Við áttum gott færi í seinni hálfleiknum og ef við hefðum skorað hefði það kannski breytt leiknum."

Gísli Eyjólfsson hefur verið á láni hjá Ólsurum frá Breiðablik en var kallaður til baka í gær. Ejub segir að það hafi riðlað skipulaginu.

"Auðvitað riðlaði það leikskipulaginu. Það var planið alla vikuna að hann myndi byrja leikinn og við undirbjuggum okkur þannig en allt í einu þurftum við að breyta. Við erum með lítinn hóp og þessir hlutir hafa áhrif."

Þá ræddum við um framhaldið í deildinni."Ég hef alltaf sagt að það sé kraftaverk að halda sér í deildinni. Ef einhver heldur að það sé hægt að gera betur væri ég til í að sjá það. Þetta er enginn heimsendir, við höldum áfram og vonandi höldum við sæti okkar í deildinni. "
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner