banner
   fös 24. júní 2016 09:55
Magnús Már Einarsson
Anncey
Elmar: Það er enginn saddur
Icelandair
Elmar í leiknum gegn Austurríki.
Elmar í leiknum gegn Austurríki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fylgjumst auðvitað með samfélagsmiðlunum en við reynum að einbeita okkur að sjálfum okkur og missa okkur ekki í gleðinni með fólkinni heima," sagði Theodór Elmar Bjarnason á fréttamannafundi í dag um gleðina sem fylgdi því þegar Ísland tryggði sér sæti í 16-liða úrslitunum á EM.

„Við byrjuðum í gær að einbeita okkur að leiknum gegn Englandi og við viljum ekki missa okkur í fagnaðarlátum."

„Við erum ennþá hungraðir. Við viljum ná góðum úrslitum gegn Englandi og við einbeitum okkur 100% að leiknum en ekki að fagnaðarlátum,"
sagði Elmar og bætti við að leikmenn séu staðráðnir í að fara lengra í keppninni.

„Við töluðum um það í gær strákarnir að þetta er frábær árangur sem við höfum náð. Við náðum markmiðinu okkar en það er enginn saddur eða sáttur með þesssa stöðu. Við viljum gera ennþá betur. Trúin á hópnum er það mikil að við sjáum að við eigum möguleika. Ef við einbeitum okkur 100% þá eigum við séns. Við ætlum að ná ennþá lengra."

Theodór Elmar segir að íslenska liðið búist við mjög erfiðum leik gegn Englendingum.

„Við eigum séns á móti Englandi eins og öllum öðrum. Þegar við hittum á okkar dag þá getum við náð góðum úrslitum á móti hverjum sem er. England hefur ekki spilað sinn leik ennþá á mótinu. Þeir eru með fullt af heimsklassa leikmönnum sem geta gert fáránlega hluti. Við þurfum að vera 100% til að eiga séns í þá."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner