Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Höskuldur: Fannst þeir ofaná í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
   fös 24. júní 2016 21:49
Þorsteinn Haukur Harðarson
Gary Martin: Erum komnir upp fyrir KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er mjög ánægður. Þessi þrjú stig eru mikilvægust enda hefðum við átt að vera kominn með fleiri mörk. Það skiptir ekki máli hvort ég skori mörkin eða einhver annar," sagði Gary Martin, leikmaður Víkings R. sem skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri gegn Víkingi Ó. í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Víkingur Ó.

"Ég var kominn aftur á toppinn í kvöld. Ég hef verið að spila á vængnum en fór á toppinn í kvöld og skoraði tvö. Ég er mjög ánægður með það."

Fyrra mark leiksins kom úr vítaspyrnu. "Þetta var augljós vítaspyrna. Ég klúðraði víti seinast en ég var ákveðinn í að taka þessa spyrnu líka og skora."

Hann notaði líka tækifærið og skaut létt á sína fyrrum félaga í KR. "Þessu þrjú stig eru það mikilvægasta í þessu öllu saman, þau koma okkur líka upp fyrir KR í töflunni held ég."

Hann bætti síðan við.

"Mér er svosem sama um KR. Þetta var bara grín. Við þurfum bara að komast eins ofarlega og hægt er. KR er með toppleikmenn og þeir munu komast á skrið."
Athugasemdir
banner
banner