Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 24. júní 2016 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Hópur Íslands kostar minna en Raheem Sterling
Icelandair
Íslenska liðið er ekki dýrt
Íslenska liðið er ekki dýrt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi kostaði mest hjá Íslandi
Gylfi kostaði mest hjá Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og England mætast í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi, en mikill verðmunur er á liðunum.

Það er þó ekki það sem skiptir öllu máli. Afar áhugavert er þó að skoða það hvað leikmenn Íslands kostuðu þegar þeir voru síðast keyptir, miðað við leikmenn Englands.

Sky Sports tók saman.

Ísland:
Hannes Þór Halldórsson - um 300.000 evrur - Frá Sandnes Ulf til Nec Nijmegen
Birkir Már Sævarsson - um 375.000 evrur - frá Brann til Hammarby
Ragnar Sigurðsson - 4,25 milljónir evra - Frá Kaupmannahöfn til Krasnodar
Kári Árnason - Frítt - Frá Rotherham til Malmö
Ari Freyr Skúlason - um 263,000 evrur - Frá Sundsvall til OB
Jóhann Berg Guðmundsson - Frítt - Frá AZ Alkmaar til Charlton
Aron Einar Gunnarsson - Frítt - Frá Coventry til Cardiff
Gylfi Þór Sigurðsson - 10,1 milljónir evra - Frá Tottenham til Swansea
Birkir Bjarnason - 2 milljónir evra - Frá Pescara til Basel
Jón Daði Böðvarsson - Frítt - Frá Viking til Kaiserslautern
Kolbeinn Sigþórsson - 3 milljónir evra - Frá Ajax til Nantes
Arnór Ingvi Traustason - 1,9 milljón evra - Frá Norrköping til Rapíd Vín
Theódór Elmar Bjarnason - Frítt - Frá Randers til AGF
Eiður Smári Guðjohnsen - Frítt - Frá Shijiazhuang til Molde
Alfreð Finnbogason - 4 milljónir evra - Frá Real Sociedad til Augsburg
Emil Hallfreðsson - 1 milljón evra - Frá Hellas Verona til Udinese
Sverrir Ingi Ingason - um 525.000 evrur - Frá Viking til Lokeren
Rúnar Már Sigurjónsson - um 75.000 evrur - Frá Val til Sundsvall
Hörður Björgvin Magnússon - um 38.000 evrur - Frá Fram til Juventus
Hjörtur Hermannsson - Frítt - Frá Fylki til PSV
Haukur Heiðar Hauksson - um 38.000 evrur - Frá KR til AIK
Ögmundur Kristinsson - Frítt - Frá Randers til Hammarby
Ingar Jónsson - Frítt - Frá Start til Sandefjord
Samtals = 27,8 milljónir evra

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal kostaði aðeins 20,3 milljónir evra eða um 16,4 milljónir punda. Á meðan kostaði byrjunarlið Englands gegn Rússlandi 131,5 milljónir punda, en Raheem Sterling sem byrjaði leikinn kostaði einn 49 milljónir punda.

Byrjunarlið Englands gegn Rússlandi: Joe Hart (1,5 milljónir punda), Kyle Walker (3 milljónir punda), Chris Smalling (10 milljónir punda), Gary Cahill (7 milljónir punda), Danny Rose (Frítt), Eric Dier (4 milljónir punda), Dele Alli (5 milljónir punda), Wayne Rooney (27 milljónir punda), Raheem Sterling (49 milljónir punda), Harry Kane (Frítt), Adam Lallana (25 milljónir punda)
Athugasemdir
banner