Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 24. júní 2016 23:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingólfur Sigurðsson æfir með Volendam
Ingólfur mun halda til Hollands á mánudaginn
Ingólfur mun halda til Hollands á mánudaginn
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Fram, mun í næstu viku æfa með hollenska félaginu FC Volenadam.

Hann mun fara til Hollands um helgina og æfa með félaginu næstu daga.

Ingólfur samdi við Fram fyrir tímabilið og hefur leikið sjö leiki með liðinu í Inkasso-deildinni og skorað eitt mark. Hann lék meðal annars með Safamýrarliðinu í sigri á Leikni R. í kvöld og lagði upp tvö mörk.

Ingólfur er 23 ára og hefur leikið með liðum eins og KR, Val, Þrótt R., KV og Víkingi Ólafsvík hér á landi.

Alls hefur hann leikið 75 leiki hér á landi og skorað í þeim 11 mörk, en hann var um tíma á mála hjá Heerenveen í Hollandi og Lyngby í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner