Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 24. júní 2016 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso-deildin: Haukar unnu Keflavík - Selfoss stal stigi í Grindavík
Alexander Helgason skoraði tvisvar fyrir Hauka
Alexander Helgason skoraði tvisvar fyrir Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss náði í stig gegn toppliðinu
Selfoss náði í stig gegn toppliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Þremur seinni leikjum kvöldsins var að ljúka í Inkasso-deildinni og var mikið um að vera.

Að Ásvöllum fengum heimamenn Keflvíkinga í heimsókn. Haukar náðu forystunni eftir tíu mínútna leik og staðan orðin 1-0.

Hörður Sveinsson janfnaði fyrir Keflavík, en það kveikti í Haukunum. Aðeins mínútu eftir mark Harðar skoraði Elton Renato Livramento Barros og kom Haukum aftur yfir. Alexander Helgason sá svo til þess að staðan í hálfleik var 3-1 fyrir þá rauðu.

Stuttu áður en flautað hafði verið til hálfleiks hafði Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, varnarmaður Hauka, verið rekinn af velli með sitt annað gula spjald, en virtist ekki hrjá Haukana of mikið.

Alexander skoraði sitt annað mark og kom Haukum í 3-1, en Jónas Guðni Sævarsson minnkaði muninn stuttu síðar. Páll Olgeir Þorsteinsson minnkaði muninn síðan niður í eitt mark í uppbótartíma, en það var of seint og 4-3 sigur Hauka staðreynd.

Í hinum leikjunum þá stal Selfoss stigi í Grindavík í 1-1 jafntefli. Ingi Rafn Ingibergsson skoraði jöfnunarmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar í uppbótartíma. Leiknir F. vann þá mikilvægan sigur á Hugin, 2-0.

Haukar 4 - 3 Keflavík
1-0 Markaskorara vantar (´10 )
1-1 Hörður Sveinsson (´26 )
2-1 Elton Renato Livramento Barros (´27 )
3-1 Alexander Helgason (´34 )
4-1 Alexander Helgason (´71 )
4-2 Jónas Guðni Sævarsson (´74 )
4-3 Páll Olgeir Þorsteinsson (´94 )
Rautt spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Haukar (´38 )

Grindavík 1 - 1 Selfoss
1-0 Juan Manuel Ortiz Jimenez (´20 )
1-1 Ingi Rafn Ingibergsson (´93 )

Huginn 0 - 2 Leiknir F.
0-1 Antonio Calzado Arevalo ('4 )
0-2 Kristófer Páll Viðarsson (´55 )
Rautt spjald: Marko Nikolic, Huginn (´27 ), Rúnar Freyr Þórhallsson , Huginn ('80)
Lestu nánar um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner