Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 24. júní 2016 09:55
Elvar Geir Magnússon
Annecy
Kári og Chiellini í hjarta varnarinnar hjá Guardian
Icelandair
Hér má sjá úrvalslið Guardian.
Hér má sjá úrvalslið Guardian.
Mynd: Guardian
Miðvarðapar íslenska landsliðsins hafa heillað erlenda fjölmiðlamenn á Evrópumótinu en þeir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafa leikið afskaplega vel.

Ragnar var valinn í úrvalslið mótsins til þessa af Daily Mail eins og við greindum frá í gær.

Guardian hefur nú birt sitt úrvalslið og þar er Kári við hlið ítalska varnarmannsins Giorgio Chiellini.

„Það kemur engum á óvart að Chiellini sé í liðunu en fáum hefði getað dottið í hug fyrir mótið að Kári myndi vera við hans hlið. Þessi 33 ára leikmaður hefur spilað með Plymouth, Aberdeen og Rotherham. Hann hefur skarað fram úr sem leiðtogi í vörn Íslands," segir í umfjöllun Guardian en fram kemur að Ragnar hafi einnig komið til greina þegar liðið var sett saman.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner