Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. júní 2016 09:22
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Lars Lagerback: Auðvitað er séns á móti Englandi
Icelandair
Lagerback fylgist með æfingu liðsins.
Lagerback fylgist með æfingu liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Lars Lagerback spjallaði við fréttamann á hóteli í Annecy í dag.

Hann var spurður hvernig hann mat möguleikana gegn Englandi á mánudaginn.

„Auðvitað er séns, hversu mikill hann er, getum við talað um síðar. Við höfum sýnt að við getum náð góðum úrslitum og ég vona að við spyrja Englendinga einhverra spurninga."

Lars gékk afar vel með sænska landsliðinu gegn Englandi og var hann spurður út í það.

„Ég mætti þeim sex sinnum með Svíþjóð og við töpuðum aldrei. Það mun hjálpa okkur að við þekkjum leikmennina sem spila í enska liðinu. Það er einn af þeim hlutum sem getur hjálpað okkur. Ég trúi því alltaf að við getum unnið fótboltaleiki."

„Auðvitað viljum við komast eins langt og við getum. Það væri frábært að vinna England og komast í 8-liða úrslit. Við gerum eins og við getum," sagði Lagerback.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner